Blomdahl

Blomdahl eyrnalokkar fyrir alla – líka þá sem eru með ofnæmi.

Blomdahl eyrnalokkarnir eru hannaðir og framleiddir í Svíþjóð. Eyrnalokkarnir hafa verið þróaðir
í samstarfi við húðsjúkdómasérræðinga og henta þeir öllum hvort sem að einstaklingurinn sé með
nikkel ofnæmi eða ekki. Margir einstaklingar sem þjást af nikkelofnæmi hafa prófað skartgripina frá
Blomdahl og margir hverjir gátu í fyrsta skipti notað eyrnalokka án nokkurra vandamála. Úrval
Blomdahl er fjölbreytt og ættu allir að finna eyrnalokka við sitt hæfi.

Hugsaðu vel um húðina

Nikkel ofnæmi er ólæknandi snertiofnæmi sem getur þróast hvenær sem er á lífsleiðinni. Það getur
gerst þegar þú notar skartgripi sem innihalda nikkel. Hættan á því að þróa nikkel ofnæmi er hvað
mest fyrsta árið eftir að eyru hafa verið götuð.Ef þú ert ein/einn af þeim sem er með nikkel ofnæmi
eða vilt forðast það að þróa það með þér getur þú notað Blomdahl eyrnalokka án allra vandamála,
bæði sem skart og þegar þú lætur gera göt í eyru.


Innsiglaðar umbúðir

Lokkarnir koma í sótthreinsuðum umbúðum sem heldur þeim hreinum þangað til að þú opnar
umbúðirnar. Miðinn virkar sem innsigli og ert þú því fyrsta manneskjan sem kemur í snertingu
við nýju eyrnalokkana þína frá Blomdahl.


Fyrir börn

Við mælum með því að þegar börn eru götuð í fyrsta skipti skuli það vera gert með sérstökum
Blomdahl skotbyssum og noti síðan eftir það medical plast eyrnalokka. Þar sem þau eru
viðkvæmari og til að forðast það að þau þrói með sér nikkel ofnæmi.

Eftirtaldir staðir gera göt í eyru með Blomdahl:

Tattoo & Skart Hverfisgötu
Hársnyrtistofan Pílus Mosfellsbæ
Lipurtá Snyrtistofa Hafnarfirði

Blomdahl eyrnalokkar á Íslandi eru fluttir inn af Ýmus.

No products were found matching your selection.