Lansinoh

Lansinoh skilur brjóstagjöf og skilur að allar mæður þurfa stundum smá hjálp. Í yfir 30 ár hefur Lansinoh þróað
ýmsar vörur sem styðja við brjóstagjöf. Eins og t.d. róandi lanólín brjóstaáburð, brjóstadælur og fylgihluti sem
hafa í gegnum tíðina verið bjargvættir mæðra um allan heim. Lansinoh vörurnar fást í apótekum um land allt og
í sérhæfðum ungbarnaverslunum.

Lansinoh HPA Lanolin er 100% ofnæmisprófað lanólín og hið einstaka hreinslunarferli okkar tryggir að hann
sé sá öruggasti og hreinasti brjóstaáburður sem völ er á. Lansinoh HPA Lanolin er eina lanólín varan í heiminum
sem hefur fengið stimpil og vottun Bresku ofnæmissamtakanna. Berið áburðinn á aumar og sárar geirvörtur í
þunnu lagi. Aðrar mæður hafa líka notað áburðinn á bleyjuútbrot, slit, lítil sár, bruna, nuddsár, þurra bletti og
sem náttúrulegan rakagefandi varasalva með góðum árangri.

 • Hjálpar til við að verja og róa sárar og sprungnar geirvörtur
 • Engin þörf á að fjarlæga fyrir brjóstagjöf
 • Ekkert bragð, enginn litur og engin ilmefni
 • Engin rotvarnarefni, andoxunarefni eða önnur aukaefni
 • Öruggt fyrir barnið – léttir fyrir móður
 • Fæst einnig í 10 ml umbúðum

Lansinoh Einnota Lekahlífarnar eru örþunnar en á sama tíma mjög rakadrægar og koma í veg fyrir vandræðalega
leka. Lekahlífarnar eru sérstaklega fóðraðar og leitar mjólkin í miðju hlífanna og kemur í veg fyrir að mjólkin liggi
upp við húðina. Þetta er eina lekahlíf sinnar tegundar sem missir ekki lögun sína þegar hún verður blaut, svo að
þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur í amstri dagsins.

 • Fyrirferðalitlar og lagast eftir brjóstinu
 • Sérstök rakatækni tryggir að þú sért þurr dag og nótt
 • Ysta lagið andar og er á sama tíma vatnshelt
 • 2 límrendur halda lekahlífinum á réttum stað
 • Lekahlífarnar eru alltaf hreinar því hverri og einni er sér innpakkað
 • Fást í 24 stk og 60 stk umbúðum

Lansinoh Latch Assist er lítið tæki sem hentar mæðrum sem finna fyrir brjóstabólgu eða brjóstastíflu. Tímabundið
ástand sem getur gert brjóstagjöfina erfiða. Sumar mæður finna fyrir því að húðin sé svo þanin og bólgin að
geirvartan er nánanst orðin flöt og skapar það erfiðleika fyrir barnið að ná góðu taki á brjóstinu. Þá kemur Lansinoh
Latch Assist til hjálpar. Þetta einfalda litla tæki dregur geirvörtuna varlega út til þess að barnið nái góðu gripi á henni.
Þetta er fyrsta skrefið í átt að velgengni í brjóstagjöf!

 • Leiðréttir tímabundið flatar og innfallnar geirvörtur
 • Lítið og áhrifaríkt ræki
 • Hægt að notast við fljótt og örugglega með annari hendi
 • Inniheldur lítið box til geymslu sem tryggir hreinlæti