Naveh Pharma er ísraelskt fyrirtæki sem sérhæfir sig rannsóknum, framleiðslu og dreifingu á lyfjum og heilsuvörum.

Fyrirtækið var stofnað árið 1996 af lyfjafræðingnum Nitzan Primor og er fyrirtækið enn í dag í eigu fjölskyldunnar.

Frá því fyrirtækið var stofnað hefur því tekist að koma á markað vörulínu sem inniheldur fæðubótarefni í hæsta gæðaflokki.  Þar má nefna Anti leg Cramps, Clean Ears og Electrorice sem eru íslenskum neytendum vel kunnar og hafa unnið sér sess sem hágæða vara sem virkar eins og til er ætlast.  Styrkur fyrirtækisins liggur í þeim markmiðum stofnandans að bjóða aðeins upp á 100% gæði.  Aldrei skyldi boðið upp á vöru sem ekki væri úr bestu fáanlegu hráefnum og hefði ekki hámarks sannreynda virkni.  Það hefur einnig stutt við framgang fyrirtækisins að það er staðsett á þeim stað á jarðkringlunni sem hvað frægastur er fyrir virk steinefnasambönd og 1000 ára þróun í framleiðslu náttúrefna.

Frekari upplýsingar má finna á:  www.navehpharma.com