Preggie Pops frá Three Lollies

Náttúruleg leið til að láta sér líða betur á morgnana á meðgöngu. Margar konur verða
varar við morgunvanlíðan á fyrstu mánuðum meðgöngu. Preggie Pops er bragðgóður
sleikjubrjóstsykur úr náttúrulegum efnum, gerðir sérstaklega fyrir konur á meðgöngu
til að gera lífið svolítið auðveldara fyrir þig á þessu spennandi tímabili ævi þinnar.

Eftir stórkostlega sigurgöngu í Bandaríkjunum og Kanada fást Preggie Pops hér á Íslandi.
Preggie Pops eru handhægir og bragðgóðir framleiddir úr sérvöldum jurtum
sem þekktar eru fyrir að draga úr morgunvanlíðan. Preggi Pops eru glútenfríir.

Yfirlit yfir virkni þeirra jurta sem notaðar eru í Preggie Pops:

ENGIFER: Engiferrót er notuð um allan heim til að draga úr morgunvanlíðan. Þótt hún virki vel, fæst hún ekki á þægilegu eða bragðgóðu formi. Engifersleikipinnarnir sameina sykur, krydd og losa mann við vanlíðan í einum þægilegum pakka.

SÚRIR ÁVEXTIR: Súrt bragð dregur úr morgunvanlíðan á meðgöngu. Súr hindber, sítróna og tangerína fullnægja þörf þeirra sem eru að leita sér að einhverju til að draga úr vanlíðan. Súri pokinn inniheldur blöndu af öllum þremur upptöldu bragðtegundunum.

MINTA: Mintujurtate hjálpar til við að draga úr morgunvanlíðan, en getur verið ólystugt einmitt þegar vanlíðanin er mest. Piparmintu og spearmintbragðefnin koma svo sannarlega að góðum notum í staðinn.

LOFNARBLÓM: Blómið sem er notað í aromaþerapíu til að hjálpa við slökun, er hér notað til að búa til sætasta og
lyktsterkasta sleikipinnann. Með óvenjulegu bragði og hjálpar til við slökun og dregur úr morgunvanlíðan, bæði á
meðgöngu og í fæðingunni sjálfri.

Preggie Pops fæst í öllum apótekum